Mynd af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Lógo af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Telephone 4605720

Þórsstígur 4, 600 Akureyri

kt. 6609002090

Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.

Samstarfsaðilar eru allir þeir sem vinna að eða bjóða upp á fræðslu, innan eða utan hefðbundinna menntastofnana, hvort sem um er að ræða starfsmenntun, tómstundanám, bóklega eða verklega fræðslu.
SÍMEY leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á markvissari og árangursríkari uppbyggingu á fræðslu.

Almenn námskeið:
Miðla upplýsingum um einstök námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga.

Klæðskerasaumuð námskeið:
Þróa námskeið í samvinnu við viðskiptavinina þannig að innihaldið sé í samræmi við þarfir þeirra.

Þarfagreining:
Framtíðarsýn, stefna og greining á núverandi stöðu, gerir fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum kleift að meta menntun og hæfni hjá sínu starfsfólki. Þannig fæst vitneskja til þess að taka ákvörðun um hvaða fræðslu er þörf á og forsendur til að forgangsraða verkefnunum.

Starfsmannastefna:
Nýjar áherslur og innleiðing heildar stefnumótunarferla fyrir fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök.

Samstarfsverkefni:
SÍMEY tekur að sér að vera leiðandi í samstarfi sem varða nýjungar í fræðslu og þjálfun þar sem horft er til framtíðar.

Employees

Valgeir Magnússon

Framkvæmdastjóri
c