Gistiheimilið Malarhorn
Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir á Drangsnesi reistu og opnuðu vorið 2007 nýtt gistihús á Drangsnesi - Gistiheimilið Malarhorn. Nýja húsið er vel útbúið og stendur rétt utan við klettinn Kerlingu sem þorpið er kennt við og rétt við nýju sundlaugina á Drangsnesi. Í húsinu er rúm fyrir átta gesti í fjórum herbergjum. Kaffi- og veitingahúsið Malarkaffi á Drangsnesi var opnað á Bryggjuhátíðinni 2007. Veitingastaðurinn er á efri hæð í fiskvinnsluhúsi rétt við hliðina á Gistiheimilinu Malarhorni.
Framan við veitingasalinn eru stórar og rúmgóðar svalir þar sem hægt er að sitja úti og horfa út yfir Steingrímsfjörð og yfir að Grímsey sem blasir við skammt undan landi.
Hótel-Veghótel hefur líka verið opnað með 10 herbergjum, öll með wc og sturtu í hverju herbergi. Sér inngangur í hvert herbergi.
Nýtt hús með 6 herbergjum og aðgengi fyrir fatlaða,með eldunaraðstöðu og góðu rími.1 stórt fjölskyldu herbergi fyrir 5 manns.Lúxus herbergi fyrir 2 með sér inngangi og sólpalli.