S. Helgason ehf
S.Helgason var stofnað árið 1953 og byggir því á gömlum og traustum grunni.
Starfsemi S.Helgason felst í rekstri á steinsmiðju til almennra steinsmiðjuverka
sbr. smíði flísa, borðplatna, legsteina, vatnsbretta og ýmiskonar sérsmíði.
Einnig höfum við tekið að okkur viðhald gamalla steinverka, rekum legsteinaþjónustu
og einnig verslun með náttúruflísar, ýmiskonar bón- og hreinsiefni
og fylgihluti með legsteinum.
Helstu steintegundir sem unnið er úr eru blágrýti, grágrýti, gabbró og líparít.
Helstu erlendu steintegundirnar eru granít og marmari sem fluttar eru inn
meðal annars frá Miðjarðarhafslöndum, Norðurlöndum og Kína.
Verslun okkar á Skemmuvegi 48, hefur að geyma ríkulegt vöruúrval á borðplötum,
legsteinum, náttúruflísum, sólbekkjum, vatnsbrettum, bón- og hreinsivörum
ásamt fleiri vörutegundum.
Í verslun okkar færðu yfirlit yfir fjölbreytnina og ráðgjöf um nýtingu og meðferð efnissins.
Við hvetjum þig til að líta inn.
Employees
Brjánn Guðjónsson
Framkvæmdastjóri