Hótel Hekla, Skeiðum
Hótelið stendur miðsvæðis á Skeiðum með útsýni til allra átta. Fjallahringurinn er einstakur þar sem fjallið Hekla gnæfir í allri sinni dýrð. Hótel Hekla er eitt besta sveitahótel landsins, með 36 þægileg og vel búin herbergi, öll með sér baðherbergi og sjónvarpi. Í öllu hótelinu er jafnframt þráðlaust internetsamband fyrir gesti.
Á Hótel Heklu er fundarsalur sem tekur allt að 50-60 manns í sæti, er vel búin tækjum, s.s. skjávarpa, myndvarpa, myndbandstæki og DVD.
Nú er hægt að fá skemmtileg gjafakort á gistingu og mat á Hótel Heklu. Tilvalið fyrir einstaklinga og fyrirtæki,sem tækifærisgjöf.
Gjafabréf á Hótel Heklu er gjöf sem gleður.
Hótel Hekla er sveitahótel, um 70 km. fyrir austan Reykjavík við þjóðveg 30. Hótel Hekla er vel í sveit sett, er nálægt höfuðborgarsvæðinu, Keflavíkurflugvelli og helstu náttúruperlum suðurlands.
.
Employees
Jón Gunnar Aðils
Hótelstjóri