Mynd af Lagnaþjónustan ehf

Lagnaþjónustan ehf

Lagnaþjónustan sinnir öllum hefðbundum pípulögnum. Fyrirtækið er með skrifstofu og verkstæði í Gagnheiði á Selfossi og verkstæði í Austurmörk í Hveragerði. Þjónustusvæði okkar nær til helstu sveitarfélaga á Suðurlandi og eru starfsmenn okkar yfir 30 talsins. Við seljum mest allt efni til pípulagna, sinnum almennu viðhaldi og gerum tilboð í stærri jafnt sem smærri verk. Við erum líka með útkallsþjónustu á helgidögum.

Við gerum tillögur að lagnaleiðum, veitum ráðgjöf, útvegum allt efni sem þarf til og ákveðum bestu lausnir í samráði við viðskiptavini okkar. Við vinnum verk í tímavinnu og tökum að okkur nýlagnir í hús, neysluvatns- og hitalagnir, skólplagnir, sprinkler lagnir, snjóbræðslulagnir, uppsetningu á forhiturum og hitakútum, og margt fleira. Starfsfólk okkar hefur einnig mikla reynslu af vinnu fyrir sumarhúsaeigendur á Suðurlandi.

Við bjóðum góða þjónustu og sanngjarnt verð á allri þjónustu varðandi pípulagnir. Við gerum kostnaðaráætlun eða tilboð þér að kostnaðarlausu og bjóðum góð greiðslukjör, allt frá góðum staðgreiðsluafslætti til 5 ára bankaláns. Ekki hika við að hafa samband!

Employees

Björn Ásgeir Björgvinsson

Framkvæmdastjóri og pípulagningameistari

Magnús Tómasson

Verkstjóri
c