Bláskógabyggð
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nýtt nafn sveitarfélagsins er fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Saga eldri sveitarfélaga verður ekki rakin hér enda spannar hún stóran hluta Íslandssögunnar.
Skrifstofur Bláskógabyggðar eru staðsettar í Reykholti en þar eru einnig fundarsalir sveitarstjórnar. Þangað er hægt að leita eftir upplýsingum ef þær finnast ekki á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að stytta sér sporin með því að senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is
Employees
Helgi Kjartansson
OddvitiÁsta Stefánsdóttir
Sveitarstjóriasta@blaskogabyggd.is