Tæknivélar bjóða upp á alhliða vinnu og þjónustu á rafkerfum bíla, ferðavagna og tækja af öllum gerðum. Vönduð vinna er okkar aðalsmerki. Við höfum um árabil gengið frá rafbúnaði og tæknibúnaði í nýja bíla og tæki fyrir ýmsa aðila. Svo sem fyrir ýmsar björgunarsveitir, Vegagerðina, Orkustofnun (Veðurstofuna), Landsnet, Landsvirkjun og fleiri. Hér er upptalning á því helsta sem við sérhæfum okkur í: - Alhliða rafmagnsviðgerðir á bílum, fellihýsum og öðrum tækjum.
- Yfirförum rafkerfi og annan búnað í fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum fyrir skoðun.
- Tækjaísetningar:
Ísetningar á öllum gerðum af aukarafmagns búnaði, svo sem kösturum, símum, talstöðvum, útvörpum, kerrutenglum og fleiru. - Startaraviðgerðir.
- Rafalaviðgerðir (altenatorar).
- Rafsuðuviðgerðir og þjónusta:
Þjónustum ESAB rafsuðuvélar frá Danfoss og Telwin rafsuðuvélar frá Olís. - Talstöðvar - Ísetning.
- Handverkfæri:
Viðgerðir á öllum gerðum rafmagnshandverkfæra. - Hleðslutenglar fyrir tjaldvagna og fellihýsi.
- Gerum við og setjum í allar gerðir ramgagnsbremsa og bremsustjórnboxa (bremsuheila).
- Breytingar á dagljósabúnaði í amerískum bílum.
- Staðsetningartæki:
Ísetning og þjónusta á staðsetningartækjum. - Jeppabreytingar, rafkerfisbreytingar á breyttum jeppum
- Spilviðgerðir og lagnir - WARN þjónusta fyrir Bílabúð Benna í yfir 20 ár.
- Breytum rafkerfum amerískra bíla til að standast skoðum á íslandi. Breytum dagljósabúnaði, kerrutenglum, bætum við breiddarljósum, lengdarljósum og þokuljósum.
- Gerum við ýmsar dælur. T.d, háþrýstidælur og brunndælur.
Vegna ferðavagna & húsvagna: - Alhliða þjónusta og viðgerðir á öllum gerðum ferðavagna og húsvagna.
- Sólarsellur
- Útvarps og sjónvarpsloftnet
- Útvörp og hátalarar
- Miðstöðvar
- Ískápar
- 220 volta rafkerfi
- Hleðslutæki
- Gasskynjarar
- Nánar á undirsíðunni Ferðavagnar / Húsvagnar
Kerrur / Aftanívagnar: - Hestakerrur, ljós og bremsur, inniljós, útiljós,
- Breytum Amerískum rafkerfum yfir í íslenska staðla vegna skráningar/skoðunnar.
- Þjónustum Dexter kerruöxla og bremsur frá Stál og Stönsum.
- Nánar á undirsíðunni Kerrur / Aftanívagnar
|