Mynd af Klettur - sala og þjónusta ehf

Klettur - sala og þjónusta ehf



KLETTUR býður viðskiptavinum sínum upp á breiða línu vinnuvéla, lyftara, aflvéla í skip og rafstöðva, vöruflutninga- og hópferðabifreiða, hleðslukrana, gámakróka og -lyftur, palla og malarvagna, gíra og skrúfubúnað, auk annars búnaðar og fylgi- og aukahluta fyrir vinnuvélar, bifreiðar, sjávarútveg og iðnað frá mörgum öðrum framleiðendum.

Klettur er umboðsaðili fyrir Goodyear- Dunlop á Íslandi og býður vandaða hjólbarða frá Gooyear-Dunlop, Sava, Fulda og Winterfroce.



Klettur – sala og þjónusta ehf. er félag sem byggir á gömlum og traustum grunni. Klettur hóf starfsemi í maí 2010, þegar félagið tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Klettur er leiðandi félag í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla, afvéla í skip, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, vöruflutninga- og hópferðabíla, hleðslukrana, hjólbarða, gíra og skrúfubúnaðar, auk annars búnaðar og fylgihluta fyrir þessa vörulínu.

Klettur hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfileikaríku starfsfólki sem leitast alltaf við að finna hagkvæmustu lausnir fyrir viðskiptavini sína. Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðarbifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, Winterforce og Minerva hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Hubtex lyftarar og Hawker neyslurafgeymar. Félagið hefur strarfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.

Megin starfsemi Kletts er að Klettagörðum 8-10, Reykjavík. Húsnæðið sem er 4,400 fermetrar er sérhannað að starfsemi félagsins. Auk þess er félagið með 2,200 fermetra lagerhúsnæði í Holtagörðum og 250 fermetra hjólbarðasölu og -verkstæði að Suðurhrauni 2b í Garðabæ. Klettur starfar undir ströngum kröfum frá helstu birgjum sínum og hefur hlotið hæstu einkunnir fyrir „Contamination Control“ hjá Caterpillar og er með vottun frá Scania fyrir „Dealer Operating Standard“ – DOS.

Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.



Other registrations

Klettur - Hjólbarðaverkstæði Garðabæ
Suðurhraun 2b, 210 Garðabær
Klettur – Hjólbarðarverkstæði
Klettagarðar 8-10, 104 Reykjavík
Klettur –Norðurland
Hjalteyrargata 8, 600 Akureyri
Klettur-Hjólabarðaverkstæði
Hátún 2a, 105 Reykjavík
Klettur – Hjólbarðarverkstæði
Lyngháls 2, 110 Reykjavík
c