Hrafnista DAS Hafnarfirði
Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnista, tók fyrst til starfa á Sjómannadaginn 2. júní 1957 í Reykjavík. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977 var Hrafnista í Hafnarfirði tekin í notkun. Heimilin voru byggð fyrir forgöngu stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þau mynda með sér Sjómannadagsráð, sem stofnað var 25. nóvember 1937.
Árið 1939 ákvað Sjómannadagsráð að beita sér fyrir byggingu Dvalarheimilis Aldraðra Sjómanna (DAS). Hrafnista í Kópavogi opnaði í mars 2010 og í mars 2014 tók Hrafnista við rekstri á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Auk þess tók Hrafnista yfir rekstur Hlévangs sem er eldra hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.
Margvíslega þjónusta er í boði fyrir heimilisfólk á Hrafnistu má þar m.a. nefna hjúkrunar- og læknisþjónustu, endurhæfingu, iðjuþjálfun, líkamsrækt, sundlaug, félagsstarf, prestþjónustu, mötuneyti og hárgreiðslustofu. Innangengt er í öryggis- og þjónustuíbúðir Naustavarar ehf. en Naustavör er í eigu Sjómannadagsráðs og annast byggingu og rekstur íbúða sem leigðar eru út á almennum leigumarkaði.
Employees
Lucia Lund
MannauðsstjóriPétur Magnússon
ForstjóriÍris Sveinsdóttir
YfirlæknirÁrdís Hulda Eiriksdóttir
ForstöðumaðurHarpa Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðsAnna Björg Sigurbjörnsdóttir
SamskiptafulltrúiMaría Fjóla Harðardóttir
Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs