Mynd af Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna



Byggðasafn Húnvetninga- og Strandamanna býður ykkur velkomin í heimsókn. Safnið er í eigu sveitarfélaga við Húnaflóa og var stofnað fyrir fimmtíu árum síðan. Á safninu er margt einstakra muna sem geyma sögu og menningu byggðalagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst hákarlaveiðiskipið Ófeig úr Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er inni á safninu baðstofa frá Syðsta-Hvammi við Hvammstanga auk fjölda fallegra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tuttugustu aldar.

Verið er að endurnýja sýningar og vinna að breytingum á safninu og verður spennandi að fylgjast með því sem þar fer fram á næstunni. Komið því endilega við og fylgist með lífinu á safninu okkar.

Nýtt og spennandi handverk úr heimabyggð verður til sölu á safninu og veitingasala á staðnum.

Velkomin á safn í sókn!



Employees

Sólveig Hulda Benjamínsdóttir

Forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra
7714961
solveig@thunathing.is

Kort

c