Mynd af SS Byggir ehf / Tak innréttingar

SS Byggir ehf / Tak innréttingar

Fyrirtækið var stofnað 16.mars 1978.

tu árin voru byggð nokkur einbýlishús og raðhús, starfsmenn voru 4 - 6 og verkstæðið og skrifstofan voru á neðri hæðinni í Sunnuhlíð 10.
Á árunum 1985 – 1987 var SS Byggir mikið í uppsetningu hinna svokölluðu Siglufjarðarhúsa. Húsin voru sett saman úr timbureiningum sem voru framleiddar í gömlum húsum síldarverksmiðjunnar á Siglufirði

Árið 1986 var svo ráðist í byggingu 54 íbúða sölublokkar við Hjallalund. Þetta var langstærsta verkefni sem SS Byggir hafði ráðist í og í fyrsta skipti sem byggt var svokallað bílastæðahús á Akureyri.

Eftir 1990 og fram til dagsins í dag hefur verið meira um stærri framkvæmdir eins og skóla, sjúkrahús, íþróttahús og skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þessar stóru framkvæmdir hafa kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun.

Umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist, það starfa nú um 50 manns hjá SS Byggir auk fjölda undirverktaka. Með mikinn mannauð, góða aðstöðu og mikið af tækjum og búnaði, er SS Byggir vel í stakk búið til að sinna hvaða húsbygginga verkefni sem er.

Employees

Sigurður Sigurðsson

Framkvæmdastjóri
c