Gæðabakstur Ömmubakstur
Hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri framleiðum við í dag flatkökur, kleinur, kleinuhringi, rúgbrauð, alls konar matbrauð s.s. ýmsar gerðir formbrauða, pylsu-og hamborgarabrauð og önnur smábrauð. Einnig sætabrauð eins og t.d. formkökur,vínarbrauð og snúða, ásamt fjölda annarra framleiðsluvara í hæsta gæðaflokki (sjá nánar á heimasíðu undir Vörulisti), auk þess sem við framleiðum laufabrauð fyrir jólin, bæði steikt og ósteikt.
Fyrirtækið var stofnað 1993 þá sem sameignarfélag. Í byrjun var framleiðslan í 68 fermetra húsnæði en stækkaði fljótt, enda varan vinsæl og þjónustan afburðagóð. Gæðabakstri var breytt í einkahlutafélag árið 1995. Árið 2000 komu að fyrirtækinu erlendir fjárfestar. Í júlí 2008 sameinaðist Gæðabakstur Ömmubakstri, sem stofnað var árið 1952 og hefur einnig haft gæði og góða þjónustu að leiðarljósi. Hefur það enn frekar styrkt rekstur og þjónustu Gæðabaksturs/Ömmubaksturs.
Í dag sem fyrr er lögð sérstök áhersla á gæði með háum gæðastöðlum, hreinlæti og að einungis sé notað 1. flokks hráefni. Þetta kunna viðskiptavinir Gæðabaksturs/Ömmubaksturs vel að meta og sannast það á vinsældum framleiðslunnar allt frá fyrsta degi.
Viðurkenningar:
Framúrskarandi fyrirtæki 2012
Framúrskarandi fyrirtæki 2013
Framúrskarandi fyrirtæki 2014
Forvarnarverðlaun VÍS 2014
Vörumerkin okkar
Fjarðarbakarí
Hús bakarans
Breiðholtsbakarí
Ragnarsbotnar
Stellu rúgbrauð
Úrvalsflatkökur
Employees
Vilhjálmur Þorláksson
Framkvæmdastjórivilli@gaedabakstur.is
Guðmundur Ólafsson
Sölustjórigudmundur@gaedabakstur.is
Viktor Sigurjónsson
Markaðstjóriviktor@gaedabakstur.is