Lánstraust hf

Starfssvið:
Lánstraust hf. (LT) er fjárhags- og viðskiptaupplýsingastofa. Meginstarfsemi LT er þjónusta og sala á upplýsingum og kerfum sniðnum að þörfum fyrirtækja. Þjónusta LT dregur m.a. úr áhættu láns- og reikningsviðskipta. LT er annað dótturfélaga Creditinfo group hf. á Íslandi, hitt er Fjölmiðlavaktin ehf.
Stefna:
LT er framsækið og leiðandi fyrirtæki á sviði fjárhags- og viðskiptaupplýsinga um einstaklinga og lögaðila. LT stuðlar að upplýstum viðskiptaákvörðunum og bættu viðskiptasiðferði. Starfsmenn LT veita viðskiptalífinu trausta og faglega þjónustu.
Helstu vörur:
Vanskilaskrá, Rekstrarsöguskrá (vensl aðila við gjaldþrota félög), Vanskilavaktkerfi, LT-SKOR (Áhættuflokkun íslenskra fyrirtækja), Greiðsluhegðunarkerfi, Hlutafélagaskrá, Fyrirtækjaskrá, Fyrirtækjaupplýsingar, Ársreikningar íslenskra fyrirtækja, skýrslur um íslensk og erlend fyrirtæki, Fréttavakt, Ökutækjaskrá, Markhópalistar, Safn hæstaréttardóma (frá 1946),
veðbandayfirlit, vöktun framhaldsuppboða, Innheimtukerfi lögmanna (IL plús).
Þjónusta:
Þjónusta LT hentar öllum fyrirtækjum en meginhluti hennar er sérsniðinn að þörfum þeirra sem stunda reiknings- eða lánsviðskipti. Fyrirtæki fá aðgang að fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á læstu vefsvæði LT sem stuðla að upplýstum ákvörðunum og forvörnum í fjármálum.
Starfsmenn
Reynir Grétarsson
FramkvæmdastjóriSigurður E Levy
DeildarstjóriÁrni J. Magnús
DeildarstjóriBjörk Ólafsdóttir
FjármálastjóriÁsa Ólafsdóttir
RáðgjafiVörumerki og umboð
