Virðing hf
Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða.
Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.
Grundvallaratriði í starfsemi Virðingar eru langtímaárangur og virðing fyrir einstaklingum, samfélagi og umhverfi.
Virðing hf. sameinaðist í upphafi árs 2014 Auði Capital hf.
Verðbréfafyrirtækið Auður Capital var stofnað af árið 2007 en Virðing var stofnað árið 1999.
Hið sameinaða verðbréfafyrirtæki leggur mikið upp úr faglegri þjónustu og félagið hefur á að skipa öflugum hópi sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu af innlendum sem alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Virðing hf. er sjálfstætt fyrirtæki með dreift eignarhald sem stundar ekki viðskipti fyrir eigin reikning. Með því að vera óháð takmörkum við hættu á hagsmunaárekstrum milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess.
Áhættumeðvitund er einn af lykilþáttunum í starfsemi Virðingar. Fjárfestingar eru ekki áhættulausar en það er grundvallaratriði að taka upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun um áhættu.
Við leggjum mikið upp úr gagnsæi og hreinskiptni í samskiptum og því að hafa upplýsingar aðgengilegar.
Mannleg nálgun snýst um virðingu fyrir einstaklingum og fjölbreytileika þeirra. Við mat á fjárfestingum er mikilvægt að líta til verðmæta sem felast í mannauði, stjórnarháttum og fyrirtækjamenningu.
Ábyrg arðsemi þýðir að við viljum skila fyrirtækinu og viðskiptavinum hagnaði en okkur er ekki sama hvernig. Með því að bera virðingu fyrir umhverfinu, mannauðnum og samfélaginu náum við betri langtímaárangri fyrir alla.
Starfsmenn
Ólöf Jónsdóttir
FjármálastjóriHannes Frímann Hrólfsson
Forstjóri