Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv

Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi hóf starfsemi sína í Vestmannaeyjum árið 1921 og breiddist þaðan út um landið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía var stofnuð árið 1936 og er sjálfstæð fríkirkja.
Hvítasunnuhreyfingin er sú kirkjudeild sem vex hvað hraðast í heiminum í dag en nú eru hvítasunnumenn um 400 milljónir og um 600 milljónir með tengdum kirkjudeildum. Mjög gott samstarf er við aðrar kirkjudeildir.
Starfsemi kirkjunnar
Í Fíladelfíu er mjög öflugt tónlistarstarf, barnastarf, Royal Rangers (kristilegt skátastarf),unglingastarf, alþjóðakirkja á ensku og starf eldri borgara. Þá er boðið upp á ýmis námskeið og má þar nefna hin vinsælu „Alfa“ námskeið sem haldin eru tvisvar á ári.
Starfsmenn
Vörður Leví Traustason
Prestur / Pastor Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíuvordur@filadelfia.is
