Fjölmiðlavaktin

Atvinnulífið stendur frammi fyrir sívaxandi magni fjölmiðlaefnis sem erfitt er að henda reiður á. Hlutverk Fjölmiðlavaktarinnar ehf (FMV) er að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við leit og greiningu á þessu efni. FMV safnar saman umfjöllun ljósvaka- og prentmiðla fyrir viðskiptavini sína, þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. FMV er annað dótturfélaga Creditinfo group hf. á Íslandi, hitt er Lánstraust hf. Hjá FMV er lesið og safnað efni úr u.þ.b.100 blöðum og tímaritum. Einnig eru vaktaðir helstu fréttatímar og fréttatengdu viðtalsþættir ljósvakamiðlanna. FMV er í nánu samstarfi við erlend vöktunarfyrirtæki og er því auðvelt fyrir viðskiptavini að fylgjast með tiltekinni umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Gildi: SÉRÞEKKING GÆÐI FAGMENNSKA Helstu vörur: -Blaðaþjónusta -Ljósvakaþjónusta -Leitarvél á www.fmv.is -Þýðingar og útdrættir úr erlendu fjölmiðlaefni -Fjölmiðlagreining FMV gerir innihalds- og ímyndargreiningu á fjölmiðlaefni sem auðveldar stjórnendum að meta áhrif og móta stefnu í markaðs- og fjölmiðlamálum. -Bráðaþjónusta Þjónusta: FMV vaktar umfjöllun helstu prent- og ljósvakamiðla og veitir viðskiptavinum upplýsingar um alla þá umfjöllun sem þeir óska eftir. Þeir sem notfæra sér þjónustuna: - öðlast betri yfirsýn - eru ávallt vel upplýstir um þá umfjöllun sem þá snertir - viðhalda þekkingu sinni - eru betur í stakkbúnir til að bregðast rétt við umfjöllun fjölmiðla - spara tíma og fjármuni.

Starfsmenn

Rakel Sveinsdóttir

Framkvæmdastjóri
rakels@fmv.is

Ásmundur K. Ólafsson

Ráðgjafi
asmundur@fmv.is

Magnús Heimisson

Sérfræðingur fjölmiðlagreininga
magnus@fmv.is
c