Íþróttamiðstöð Húnaþings-vestra
Heimilisfang: Hlíðarvegur 6, 530 Hvammstanga
Forstöðumaður: Tanja Ennigarð íþrótta-og tómstundafulltrúi.
Netfang: sundlaug@hunathing.is
Sími: 451-2532
Farsími: 858-1532
Opnun:
Sumar: 1. júní - 31. ágúst Mánudaga - föstudaga: 07:00-21:00 Laugardaga-sunnudaga:10:00-18:00 | Vetur: 1. september - 31. maí Mánudaga - fimmtudaga: 07:00-21:30 Föstudaga: 07:00-19:00 Laugardag og sunnudag: 10:00-16:00 |
Húnaþing vestra rekur íþróttamiðstöð á Hvammstanga. Sundlaug ásamt búningsaðstöðu var tekin í notkun árið 1982. Íþróttahús var byggt við búningsaðstöðu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra var svo formlega opnuð þann 4. september 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra getur boðið einstaklingum, íþróttafélögum eða æfingahópum aðstöðu til keppni og æfinga í flestum íþróttagreinum.
Verið velkomin að nota þá aðstöðu sem við bjóðum fram – aðstaðan er til fyrirmyndar!
Hætt er að selja ofan í sundlaug 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma og skulu gestir hafa yfirgefið húsið eigi síðar en 15 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.
Sundlaug: 25m x 11m útilaug með fjórum brautum | Íþróttasalur: Handboltavöllur 30m x 20m |