Mynd af Fjöliðjan Akranesi

Fjöliðjan Akranesi



Fjöliðjan er vinnustaður þar sem boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Í Fjöliðjunni á Akranesi fer fram fjölbreytt vinna og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. Húsinu er skipt í tvo hluta annars vegar vinnustöð þar sem framleiðsla og vinnsla fer fram auk atvinnu með stuðning og hins vegar Hæfing, þar sem einstaklingar með mikla fötlun fá einstaklingabundna leiðsögn.


Fjöliðjan tekur að sér ýmis pökkunar verkefni. Upplýsingar gefa Guðmundur Páll forstöðumaður á netfangið gudmundur.pall.jonsson@akraneskaupstadur.is og Árni Jón Harðarson verk- og deildarstjóri á netfangið arni.jon.hardarson@akraneskaupstadur.is eða í síma 433 1722.


Markmið Fjöliðjunnar er að starfrækja verndaðan vinnustað á grundvelli laga um málefni fatlaðra:

  • Veita þeim sem ekki eiga kost á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi
  • Veita fötluðum þjálfun og endurhæfingu til að starfa á almennum vinnumarkaði
  • Veita starfsþjálfun sem eykur möguleika til blöndunar í samfélagi ófatlaðra á gagnkvæmum forsendum
  • Bjóða upp á næg og fjölbreytt verkefni sem taka mið af þjálfunargildi
  • Líkja sem mest eftir algengum (væntanlegum) vinnuaðstæðum og kröfum á almennum vinnumarkaði
  • Veita öllum viðskiptavinum (þjónustuþegum) góða og sveigjanlega þjónustu er fellur að mismunandi þörfum og óskum þeirra
  • Starfsemi Fjöliðjunnar verði í sem mestum tengslum við atvinnulífið og að allar aðstæður og starfskjör líkist því sem almenn gerist



Starfsmenn

Guðmundur Páll Jónsson

Forstöðumaður
433 1722
gudmundur.pall.jonsson@akranes.is
c