Okkur finnst mikilvægt að miðla þekkingu okkar áfram. Við veitum því viðskiptavinum okkar aðstoð og leiðbeiningar þegar þeir hanna og leggja grunn að nýrri framleiðslu. Einnig sérsmíðum við eftir pöntunum.
Þegar að þú leitar til okkar leggjum við okkur fram við að veita vandaða handleiðslu í gegnum ferlið, allt frá þrívíddarteikningum þar til að varan er tilbúin.
Hjá okkur í Stáliðjunni eru gæði í fyrirrúmi og við notum því aðeins fyrsta flokks efnivið. Öll rör og prófílar eru með minnst 2 mm efnisþykkt og allur krossviður er fyrsta flokks birkikrossviður. Áklæðin sem við notum hafa staðist 100.000 núninga gæðapróf og einnig er hægt að fá þau eldþolin. Allur svampur í setum er minnst 60 kg á rúmmeter. Stólar eru með veltitöppum, með eða án filts, og borð eru fáanleg með stillitöppum en það er mikilvægt að velja tappa á borð og stóla í samræmi við gólfefni. Í langflestum tilfellum er timbur fest á með gaddaró.