Mynd af Húsið á Eyrarbakka

Húsið á Eyrarbakka

Heritage Museum – The House at Eyrarbakki



Húsið á Eyrarbakka sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins og lengi vel merkt menningarsetur þar sem erlend áhrif gættu á margvíslegan hátt.

Byggðasafn Árnesinga tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Í Húsinu er lögð áhersla á að kynna sögu Hússins frá byggingarári til dagsins í dag.

Áfast við Húsið er viðbyggingin Assistentahúsið sem reist var árið 1881. Þar er Byggðasafn Árnesinga með sex ólíkar sýningardeildir þar sem fræðast má um vel valda þætti úr sögu héraðsins.

Aftan við Assistentahúsið er lítil bygging Eggjaskúrinn sem hýsir fugla- og eggjasafn í minningu Peter Nielsens faktors sem réði ríkjum í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan.

Fyrir aftan Húsið eru þrjú lítil rauðmáluð útihús: Hjallur, fjárhús og fjós. Þau eru opin yfir sumartímann.

Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var einn helsti verslunarstaður landsins. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnesssýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur

og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins.

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er örskammt frá en þar er áhersla á sjósókn og sögu alþýðunnar í þorpinu. Tólfæringurinn Farsæll er aðalsýningargripur safnsins.



Húsið (The House) at Eyrarbakki is one of Iceland’s oldest buildings, built in 1765 when Danish merchants were allowed to overwinter in Iceland for the first time. Merchant families lived in the House for almost two centuries and over that period the House was the center for art and European culture in Iceland; fashion, music an literature spreading from there throughout the country. Eyrarbakki village was at that time one of the largest harbours and trading places in the country, serving farmers along the coastline from the extreme west to the extreme east.



Starfsmenn

Lýður Pálsson

Safnstjóri
lydurp@byggdasafn.is

Kort

c