Mynd af Hóll ehf

Hóll ehf

Hóll ehf

Á höfðanum í útjaðri Húsavíkur hefur byggst upp iðnaðarsvæði með nokkrum fjölda fyrirtækja. Eitt þeirra er Hóll ehf. sem byggir afkomu sína á rekstri sem Björn Sigurðsson bifreiðastjóri hóf um miðbik sjöunda áratugarins og býr því að langri sögu. Í dag sinnir fyrirtækið að mestu flutninga- og vinnuvélaþjónustu ásamt tilfallandi jarðvegsframkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 6-10 manns. Fyrirtækið Hóll ehf. hafði verið stofnað árið 1988 en hóf þó ekki fulla starfsemi fyrr en árið 2002.

Fyrirtækið er í dag rekið af þeim bræðum Birni og Þórði. Floti þess er vel búinn nauðsynlegum vinnuvélum og tækjum en þar má finna t.d. gámaflutningabíla, tengivagna, vörubíla, kranabíl, gröfur, hjólaskóflu, veghefil, jarðýtu, jarðvegsplóga fyrir vatnslagnir og jarðstrengi, brotfleyg, staurabor, valtara og þjöppur.

Starfsmenn

Björn Sigurðsson

Framkvæmdastjóri
hollehf@hollehf.is
c