Auðholtshjáleiga, Gunnar Arnarson ehf
Ræktunarbúið Auðsholtshjáleigu.
Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir hafa ræktað hross á Auðsholtshjáleigu síðastliðin fimmtán ár.
Þau byrjuðu með fjórar hryssur en í dag fæðast á búinu 15 til 20 folöld á ári. Fjörutíu fyrstu verðlauna hross hafa komið frá búinu, 17 stóðhestar og 23 hryssur.
Auðholtshjáleiga hefur þrisvar hlotið titilinn ræktunarbú ársins: 1999, 2003 og 2006. Átta sinnum hefur búið verið tilnefnt til verðlaunanna. Bakgrunn flestra hrossa frá Auðsholtshjáleigu má rekja til stóðhestanna Hrafns frá Hotlsmúla, Orra frá Þúfu og Ófeigs frá Flugumýri.
Markmið búsins er að rækta úrvals kynbótagripi, reið- og keppnishross.
Starfsmenn
Gunnar Arnarsson
FramkvæmdastjóriKristbjörg Eyvindsdóttir