
Bolungarvíkurkaupstaður

Bolungarvíkurkaupstaður er sjálfstætt sveitarfélag á Vestfjörðum.
Þann 10. apríl 1974 fékk sveitarfélagið kaupstaðarréttindi en hét áður Hólshreppur.
Þann 1. janúar 2015 var íbúarfjöldi Bolungarvíkur 923 manns og flatarmál er um 111 km². Númer sveitarfélagsins er 4100 og það tilheyrir Norðvesturkjördæmi.
Stjórnkerfi Bolungarvíkurkaupstaðar er tvískipt eins og önnur opinber stjórnkerfi á Íslandi.
- Annars vegar er pólitískt kerfi, bæjarstjórn sem lýðræðislega kjörnir bæjarfulltrúar skipa, og fastanefndir en í þeim sitja bæjarfulltrúar og aðrir sem bæjarstjórn kýs. Æðsti yfirmaður pólitíska kerfisins er forseti bæjarstjórnar.
- Hins vegar er embættismannakerfi, þ.e. ráðnir stjórnendur bæjarfélagsins með bæjarstjóra sem æðsta yfirmann.
Bæjarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum sveitastjórnarlaga nr. 138/2011 og annarra laga. Bæjarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Bæjarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags. Bæjarstjórn getur ályktað um hvert það málefni sem hún telur að varði sveitarfélagið.
Bolungarvíkurkaupstaður
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
Kennitala: 480774-0279
Símanúmer: 450 7000
Bréfasími: 450 7009
www.bolungarvik.is
bolungarvik@bolungarvik.is
facebook.com/bolungarvik
Kort
