Petersen svítan
í Gamla bíó
Peter Petersen, bíóstjórinn sem stóð fyrir byggingu Gamla bíós árið 1926, lét einnig innrétta fyrir sig íbúð á efstu hæð hússins sem hann bjó í. Sú íbúð var á tímum óperunnar notuð fyrir saumastofur og æfingaherbergi en hefur nú verið breytt í bar og kaffihús með stærðarinnar útisvæði og 360° útsýni yfir borgina.
Petersen svítan er opin dags daglega og fram á kvöld. Þar er boðið upp á glæsilegt úrval drykkja og einnig sumarmatseðil yfir sumartímann, það er því tilvalið að kíkja við og njóta veitinga í glæsilegu umhverfi.
Í Petersen svítunni eru þrjú rými, hvert um sig rúma 30-50 manns sem að hægt er að leigja út hvert um sig en einnig er hægt að leigja Petersen svítuna í heild sinni fyrir veisluhöld.
Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í þennan falda fjársjóð sem íbúðin hefur verið og njóta útsýnisins. Sjón er sögu ríkari!
Aðrar skráningar
Starfsmenn
Guffi
EigandiSolveig María
Markaðs- og viðburðarstjóriÚlfar
Eigandi