Mynd af Verkalýðsfélag Suðurlands

Verkalýðsfélag Suðurlands



Verkalýðsfélag Suðurlands var formlega stofnað að Fossbúð, Austur-Eyjafjöllum 1.desember 2001. Stofnendur voru félagsmenn þriggja verkalýðsfélaga á Suðurlandi

Þau voru Rangæingur Verkalýðsfélag, Verkalýðsfélagið Samherjar og Verkalýðsfélagið Víkingur. Nýja sameinaða félagið þjónar svæðinu frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.


Framtíðarsýn Verkalýðsfélag Suðurlands er að vinna að því að snúa við áliti almennings á að ekki sé þörf á stéttarfélagi.Almenningur gerir sé ekki alltaf ljóst hvað mikið starf fer fram innan veggja á skrifstofum félaganna. Helstu viðsemjendur í gegnum tíðina hafa verið VSÍ,VMS, ríkið og sveitarfélög, en ídag eru það fyrst og fremst Samtök atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög.


Starfsmenn

Guðrún Elín Pálsdóttir

Formaður
vs@vlfs.is
c