Steinull hf
Steinull hf hóf framleiðslu á steinullareinangrun til notkunar í byggingar í ágúst 1985.
Frá byrjun hefur mikil þróun verið á framleiðslunni ásamt því að vöruframboð hefur aukist verulega í takt við þróun á byggingarmarkaði.
Fljótlega eftir stofnun byrjaði útflutningur á framleiðslu verksmiðjunnar og eru þar Færeyjar, Bretland og Þýskaland með mesta magnið á liðnum árum.
Hjá Steinull eru 30 fastráðnir starfsmenn, við framleiðslu er unnið á vöktum allan sólarhringinn frá mánudagsmorgni til föstudagskvölds.
Á þessari heimasíðu er hægt að nálgast og skoða þá bæklinga sem gefnir hafa verið út ásamt tæknilegum upplýsingum og vottorðum á framleiðslu.
Starfsmenn
Stefán Logi Haraldsson
FramkvæmdastjóriGunnar Björn Ásgeirsson
AfgreiðslustjóriRafn Ingi Rafnsson
FramleiðslustjóriTrausti Jóel Helgason
skrifstofu- og starfsmannastjóriTryggvi Harðarson
Verksmiðustjóri