Heyrn ehf
Heyrn er stofa sem heyrnarfræðingur (audionom) rekur en þar er veitt sérhæfð þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu (sjá einnig Audionomerna).
Heyrnarfræðingurinn leggur áherslu á fagmennsku, persónulega ráðgjöf, góðan tíma til að leiðbeina við notkun heyrnartækja, eftirfylgni og fínstillingu tækja.
Leitast er við að uppfylla persónulegar þarfir heyrnarskertra.
Óskir fólks um heyrnartæki eru mismunandi og það er háð tegund heyrnarskerðingar hvað hentar hverjum og einum.
Það getur í sumum tilvikum verið flókið og tekið tíma að átta sig á þeim upplýsingum sem heyrnarmæling gefur og einnig þarf tíma til að venjast heyrnartækjum. Því er mikilvægt að koma í eftirlit eftir að heyrnartæki hafa verið notuð í nokkurn tíma.
Upplýsingar til aðstandenda geta skipt sköpum fyrir þann heyrnarskerta þess vegna er mælt með að einhvern nákominn komi með til heyrnarfræðingsins.
Starfsmenn
Ellisif Katrín Björnsdóttir, Heyrnarfræðingur
Framkvæmdastjóri