VSÓ ráðgjöf ehf
VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 80 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.
Víðtæk reynsla og þekking starfsmanna VSÓ byggir m.a. á fjölbreyttum verkefnum sem fyrirtækið hefur unnið að hér á landi og erlendis á þeim tæplega 60 árum sem liðin eru frá því fyrirtækið var stofnað árið 1958. Í upphafi starfaði fyrirtækið einkum á sviði byggingarverkfræði en á áttunda áratugnum var farið inn á nýjar brautir með fjölbreyttari þjónustu til að mæta kröfum viðskiptavina.
Á síðustu árum hafa umsvif VSÓ aukist til muna um leið og þjónusta fyrirtækisins hefur orðið víðtækari, ýmist með þróun nýrra ráðgjafasviða eða stofnun dótturfélaga í samstarfi við aðila sem búa yfir sérþekkingu á viðkomandi sviðum. Starfsemi VSÓ er í dag skipulögð í sex megin fagsvið þ.e. framkvæmdaráðgjöf, samgöngur, tæknikerfi, umhverfi og skipulag, byggðatækni og burðarvirki. VSÓ leggur áherslu á að laða til sín vel menntað og hæft starfsfólk og kappkostar að skapa því góð vinnuskilyrði og tækifæri til að þróast í starfi.
VSÓ starfar samkvæmt vottuðum gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfum ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.
Starfsmenn
Runólfur Þór Ástþórsson
FramkvæmdastjóriHaukur Hlíðkvist Ómarsson
Fjármálastjóri