Myndlistaskólinn á Akureyri
Myndlistaskólinn á Akureyri er sjálfstæð menntastofnun sem hefur það markmið að veita nemendum þekkingu og þjálfun í hverskonar myndlistar- og hönnunargreinum. Námið miðar að því að nemendur öðlist sérhæfingu og geti unnið sjálfstætt á sínu sérsviði að námi loknu.
Myndlistaskólinn leitast við með starfi sínu að efla áhuga og skilning á menningu og listum.
Myndlistaskólinn kappkostar að örva og auka skilning á mikilvægi skapandi þátta við mótun umhverfisins og gildi þeirra fyrir atvinnulífið.
Starfsmenn
Helgi Vilberg
Skólastjórihelgi@myndak.is
Soffía Sævarsdóttir
Skrifstofustjóri