Samherji Ísland ehf
Samherji, stofnaður árið 1983, rekur öfluga útgerð, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Afurðir fyrirtækisins eru framleiddar undir vörumerkinu ICE FRESH SEAFOOD og sér sölufyrirtæki Samherja Ice Fresh Seafood um að koma þeim til viðskiptavinanna.
Samherji hefur það að markmiði að starfa í sem bestri sátt við umhverfi sitt, stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og góðri umgengni um auðlindina. Stefna Samherja er að hámarka nýtingu á hráefnum og orku. Markvisst er stefnt að því að auka notkun umhverfisvænnar orku, stuðla að umhverfisvænum rekstri á öllum stigum framleiðslunnar og að framleiða heilnæmar gæðaafurðir.
Skip Samherja hf. eru gerð út frá Akureyri og Dalvíkurbyggð. Skipakosturinn tekur nokkrum breytingum frá ári til árs, enda er mikil áhersla lögð á tæknilega fullkomnun og hagkvæmni.
Við erum stolt af því að vera í fararbroddi í ábyrgum, sjálfbærum fiskveiðum. Við erum stöðugt að bæta hvert skref í framleiðsluferlinu til að fullnýta hráefnið og stöðugt er verið að draga úr kolefnissporinu með orkunýtnari skipakosti.
Samherji Ltd. founded in 1983 is one of the largest companies in the Icelandic fish industry. Samherji is a vertically integrated seafood company, operating a fleet of fishing vessels, fish factories and fish farming.
Samherji utilises the marine resources with respect and in a sustainable way and in accordance with acknowledged regulations. Vertical integration from feed to distribution, minimizes cost & waste throughout the supply chain.
Ice Fresh Seafood is Samherji’s sales and marketing division, based in Iceland. It handles global marketing, sales and export of all Samherji’ s seafood products, including fresh and frozen ground fish, farmed fish, pelagic fish and more. These products are sold to customers worldwide, at wholesale, retail and processing levels.
More information icefresh.is