Hús & heilsa ehf

Hús og heilsa er fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í skoðun og rannsóknum á húsnæði með tilliti til raka og þeirra lífvera sem vaxa við þær aðstæður. Hús og heilsa er fyrirtæki sem er upphaflega stofnað til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhættuna sem stafar af því að búa í híbýlum þar sem er viðvarandi raki og óheilnæmt inniloft. Fyrstu 7 árin var starfsemi fyrirtækisins ,,non-profit“ og innkoma fór í fræðslu og ráðstefnuferðir starfsfólks. Núna á 9. starfsári starfa líffræðingur, byggingartæknifræðingar, húsasmíðameistarar og matsfræðingur hjá fyrirtækinu og hefur því umfangið og viðfangsefnin stækkað í samræmi við kröfur viðskiptavina og skjólstæðinga okkar. Á meðal þeirra sem hafa leitað eftir þjónustu okkar eru tryggingafélög, verktakar, verkfræðistofur, einkafyrirtæki, opinberar stofnanir og einkaaðilar en við höfum skoðað meira en 2500 byggingar á íslandi. Myglusveppir, mygla og raki í byggingum. Rannsóknir, ráðgjöf, skoðun og matsgerðir. Úttektir, verðmat, kaupskoðun, tjónamat og útboðsgögn fyrir einstaklinga og húsfélög.

Starfsmenn

Sylgja Dögg Sigurónsdóttir

B.Sc líffræði, Certified mold inspector CMI

Karl Georg Ragnarsson

B.Sc byggingar-tæknifræðingur, matsfræðingur c-dpl og húsasmíðameistari

Kristmann Magnússon

B.Sc byggingar-tæknifræðingur, löggiltur mannvirkjahönnuður og húsasmíðameistari.
c