Borgarhús ehf

Borgarhús ehf var stofnað árið 1990 að Minni-Borg í Grímsnesi og hefur á þeim tíma byggt yfir 250 heilsárs-frístundahús. Algengasta stærð húsa er um 60-70m2 . Þó hefur mest verið byggt af stærri húsum með tvílyftu þaki og þá manngengu svefnlofti t.d. Grund 61 og Grund 75 sem dæmi. Einnig er nokkuð um það að fólk velji sér svefnloftslaus hús. Minni hús s.s. 25-30 m2 hafa líka verið smíðuð í ótal útfærslun t.d. fyrir ferðaþjónustuaðila og hestafólk. Segja má að möguleikarnir séu svo til endalausir, allt eftir þörfum hvers og eins. Oft vill fólk byrja í smærri húsum og stækka svo við sig seinna.
Flest húsin frá Borgarhús hafa verið staðsett í Grímsnes,- og Grafningshrepp enda er þar langstærsta sumarhúsabyggð á öllu landinu með um og yfir 2000 hús. Einnig eru hús frá okkur í nálægum svæðum s.s. Bláskógarbyggð, Ölfushrepp ofl.
Fyrirtækið hefur einnig fengist við önnur verkefni s.s. íþróttahús, viðbyggingar og kaupleiguíbúðir, ásamt ýmiskonar viðhaldi og breytingum. Því er óhætt að segja að Borgarhús hafi að baki margra ára reynslu í smíði frístundahúsa og ýmiskonar viðhaldsvinnu.
Starfsmenn
Hólmar Bragi Pálsson
Eigandi