Vistor hf

Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Með því að leggja áherslu á skilvirka og hnitmiðaða starfsemi og skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa einstaklinga til starfa gerir Vistor samstarfsaðilum sínum kleift að ná settum markmiðum. Ennfremur er kaupendum og neytendum varanna tryggt auðvelt og áreiðanlegt aðgengi. Markmið Vistor er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins. Starfsemi Vistor skiptist í eftirfarandi meginsvið: - Lyfseðilsskyld lyf - Lausasölulyf - Dýraheilbrigði (lyf og vörur) - Lyfjaskráningar - Klínískar rannsóknir

Starfsmenn

Gunnur Helgadóttir

Framkvæmdastjóri
gh@vistor.is
c