Mynd af Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit



Í sveitarfélaginu er gróskumikið mannlíf enda atvinnuvegir fjölþættir, s.s. landbúnaður, fræðsla, fiskvinnsla, skógrækt, ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla og margt fleira. Tveir grunnskólar eru í sveitarfélaginu; Stórutjarnaskóli og Þingeyjarskóli. Við grunnskólanna eru tónlistar- og leikskóladeildir. Einnig er einn framhaldsskóli; Framhaldsskólinn á Laugum. Leiklistarstarf og söngur eru í miklum blóma, t.d. á Breiðumýri og í Söngfélaginu Sálubót og Karlakórnum Hreim. Íþróttalíf er kröftugt hjá ungmennafélögum á svæðinu; Bjarma, Einingunni, Eflingu, Geisla og Gamni og alvöru. Mjög góð aðstaða til íþróttaiðkanna er sérstaklega á Laugum en þar er nýleg og glæsileg sundlaug. Þá er áhugamannagolfvöllur á Laugum sem Efling sér um.



Sveitarfélagið byggir á gömlum merg en um það leika ferskir vindar framfara og sóknar enda býr sveitarfélagið að mikilli auðlegð í mannauði og sóknarfærum á sviði ferðamála og matvælaframleiðslu. Einnig býr sveitarfélagið að miklum náttúruauðlindum, t.d. á Þeistareykjum þar sem verið er að byggja Þeistareykjavirkjun. Dýrmætar náttúruperlur eru í sveitarfélaginu eins og Goðafoss og er hann fjölsóttasti ferðamannastaður Þingeyjarsveitar. Þá er Vaglaskógur, Aldeyjarfoss, Þingey og Skjálfandafljótið sem fossar gegnum sveitarfélagið og endurómar sterkum rómi þann mikla kraft sem virkja má í fólki, fossum, fjöllum og fögrum dölum Þingeyjarsveitar.



Thingeyjarsveit Municipality came into existence in June 2002 with the merger of four parishes: Hálshreppur, Ljósavatnshreppur, Bárddaelahreppur and Reykdaelahreppur. In 2008 Thingeyjarsveit and Adaldaelahreppur merged into one Municipality under the name Thingeyjarsveit. The population is about 900, and the area is 6000 km2.


Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir

Sveitarstjóri
dagbjort@thingeyjarsveit.is

Arnór Benónýsson

Oddviti
arnor@thingeyjarsveit.is

Kort

c