Mynd af Ostabúðin Veisluþjónusta

Ostabúðin Veisluþjónusta

OSTABORÐ

Ostaborðið okkar er alltaf vel útilátið af ostum, íslenskum og erlendum. Við bjóðum upp á kúa-, geita-, og kindaosta auk þess sem við lögum okkar eigin rjómaosta.

FORRÉTTA- & ÁLEGGSBORÐ

Í forétta- og áleggsborðinu má finna sérverkað kjöt og fiskmeti að hætti Ostabúðarinnar, til dæmis okkar fræga heitreykta gæsabringa, grafið ærfillet, grafið hrossafillet, villibráða paté, gæsalifrarterrine og laxatartar. Auk þess bjóðum við upp á gott úrval af salami pulsum.

Í búðinni erum við svop með gott úrval af sósum og dressingum með öllum forréttum.

VÖRUÚRVAL

Vörurnar í búðinni eru sérvaldar af starfsfólkinu okkar og má þar helst nefna vörurnar frá franska merkinu Oliviers&Co sem inniheldur meðal annars einstaklega góðar kaldpressaðar olíur, ýmiskonar edik, krydd, kryddolíur, pasta og pestó.

Einnig bjóðum við uppá belgískt konfekt frá Noble sem er ómótstæðilegt efir vel heppnaða máltíð eða með kaffinu.

Önnur vörumerki eru til að mynda Crabtree&Evelyn, Stonewall Kitchen og dönsku berjasulturnar frá Selleberg

Auk þess má nefna að á hverjum degi er bakað brauð á staðnum.

Starfsmenn

Jóhann Jónsson

Framkvæmdastjóri/ matreiðslumaður
ostabudin@ostabudin.is
c