Mynd af Málarameistarafélagið

Málarameistarafélagið

Lógo af Málarameistarafélagið

Sími 5681165

Borgartún 35, 105 Reykjavík

kt. 4502696899


Fáðu fagmann í verkið !

Það er mikilvægt fyrir húseigendur að huga að reglulegu viðhaldi fasteigna sinna til þess að rýra ekki verðgildi þeirra og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Vel máluð hús eru einn mikilvægasti þátturinn í að skapa fallega heildarmynd og lífga upp á umhverfið. Með réttri áferð og litasamsetningu má ná fram bestu eiginleikum hvers rýmis og skapa það andrúmsloft sem þú kýst á hverjum stað. Fáðu fagmann í verkið sem getur leiðbeint þér við val á efni og litasamsetningu og hefur fagkunnáttu til að mæta öllum séróskum þínum. Taktu enga áhættu, fáðu málarameistara í verkið!




Hvers vegna ættir þú að skipta við málarameistara ?

· Málarameistarinn er fagmaður

· Hann ráðleggur og veitir aðstoð við efnis- og litaval

· Gerir ígrundaðar kostnaðaráætlanir og verðtilboð

· Notar einungis efni og málningu sem stenst íslenska veðráttu

· Góð sprungu- og undirvinna tryggir betri endingu

· Vinnur fagmannlega og snyrtilega



Starfsmenn

Már Guðmundsson

Formaður
mmf@malarar.is
c