Verslun E.T
Flutningaþjónusta og verslun
Fyrirtækið ET ehf. var stofnað 1979 af þeim Einari J. Gíslasyni og Tryggva Aðalsteinssyni og eru þeir eigendur fyrirtækisins.
Frá árinu 1991 hefur fyrirtækið haft höfuðstöðvar á eigin 25.000 ferm. lóð í hjarta Sundahafnar í Reykjavík . Húsnæðið er 1700 ferm. sérhæfð byggin sem hýsir alla þætti starfseminnar s.s. viðgerða- og breytingaverkstæði ( 4 x 21 m. langir og 6 m. breiðir básar), renni- og dekkjaverkstæði, verslun og lager, málningaverkstæði, þvottastöð, skrifstofur og ökuskólann. Í húsinu er rúmgott mötuneyti fyrir starfsmenn. Einnig eru kennslustofur og fyrirlestrasalir með öllum nýtísku ráðstefnubúnaði s.s. mynd- og skjávörpum.
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og eru starfsmenn nú u.þ.b. 45 talsins. Fyrirtækið á og rekur u.þ.b. 40 dráttar- og kranabíla, 14 sérhæfðar gámalyftur, u.þ.b. 70 einingar af margvíslegum dráttartækjum s.s. flatvögnum, gáma grindum o.s.frv. Einnig sérhæfða þungaflutningavagna með allt að 300 tonna burðargetu.
Í flota fyrirtækisins eru ýmsar vinnuvélar s.s. stórvirkar gröfur; jarðýtur, traktorgröfur, valtarar o.s.frv.
ET VERSLUN
Sérverslun með varahluti í vörubifreiðar og vagna ásamt því að bjóða upp á frábært úrval af kösturum og vinnuljósum.
ET Verslun býður upp á varahluti í flestar tegundir vörubifreiða ásamt því að sinna ýmsum sérpöntunum og innflutningi á þeim.
Við erum einnig umboðsaðili Ledson á Íslandi sem er orðið eitt þekktasta merkið í kösturum og vinnuljósum og má því sjá vörur frá okkur á mörgum tækjum flestra björgunarsveita, stórum hluta jeppaflota íslands sem og vörubifreiða sem sinna akstri allan sólarhringinn allan ársins hring.
Starfsmenn
Kristmundur Einarsson
FramkvæmdastjóriArnar Baldvinsson
Framkvæmdastjóri verslunar