
ET Verslun

Fyrirtækið ET ehf. var stofnað 1979 af þeim Einari J. Gíslasyni og Tryggva Aðalsteinssyni og eru þeir eigendur fyrirtækisins.
Frá árinu 1991 hefur fyrirtækið haft höfuðstöðvar á eigin 25.000 ferm. lóð í hjarta Sundahafnar í Reykjavík . Húsnæðið er 1700 ferm. sérhæfð byggin sem hýsir alla þætti starfseminnar s.s. viðgerða- og breytingaverkstæði ( 4 x 21 m. langir og 6 m. breiðir básar), renni- og dekkjaverkstæði, verslun og lager, málningaverkstæði, þvottastöð, skrifstofur og ökuskólann. Í húsinu er rúmgott mötuneyti fyrir starfsmenn. Einnig eru kennslustofur og fyrirlestrasalir með öllum nýtísku ráðstefnubúnaði s.s. mynd- og skjávörpum.
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og eru starfsmenn nú u.þ.b. 45 talsins. Fyrirtækið á og rekur u.þ.b. 40 dráttar- og kranabíla, 14 sérhæfðar gámalyftur, u.þ.b. 70 einingar af margvíslegum dráttartækjum s.s. flatvögnum, gáma grindum o.s.frv. Einnig sérhæfða þungaflutningavagna með allt að 300 tonna burðargetu.
Í flota fyrirtækisins eru ýmsar vinnuvélar s.s. stórvirkar gröfur; jarðýtur, traktorgröfur, valtarar o.s.frv.
ET VERSLUN
Sérverslun með varahluti í vörubifreiðar og vagna ásamt því að bjóða upp á frábært úrval af kösturum og vinnuljósum.
ET Verslun býður upp á varahluti í flestar tegundir vörubifreiða ásamt því að sinna ýmsum sérpöntunum og innflutningi á þeim.
Við erum einnig umboðsaðili Ledson á Íslandi sem er orðið eitt þekktasta merkið í kösturum og vinnuljósum og má því sjá vörur frá okkur á mörgum tækjum flestra björgunarsveita, stórum hluta jeppaflota íslands sem og vörubifreiða sem sinna akstri allan sólarhringinn allan ársins hring.
Starfsmenn
Kristmundur Einarsson
FramkvæmdastjóriArnar Baldvinsson
Framkvæmdastjóri verslunar