Friðrik Skúlason ehf
Fyrirtækið starfar á sviði hugbúnaðar og rannsókna. Það var stofnað árið 1993 með það að markmiði að hasla sér völl á sviði veiruvarna. Fyrirtækið var með þeim fyrstu á landinu sem hófu sölu á vöru sinni og þjónustu í gegnum Netið með hjálp tölvupósts. Það er nú meðal þeirra fremstu á sviði veiruvarnarrannsókna og gerð hugbúnaðar sem vinnur gegn tölvuveirum. Fyrirtækið framleiðir veiruvarnarforritið Lykla-Pétur ásamt ættfræðiforritinu Espólín fyrir innanlandsmarkað.
Starfsmenn
Friðrik Skúlason
