Mynd af Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Bifröst


Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík og hóf starfsemi í desember.Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði og hefur verið starfræktur þar síðan. Þá urðu mikil tímamót í sögu skólans. Sr. Guðmundur Sveinsson tók við sem skólastjóri af Jónasi Jónssyni, sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jafnframt var skólinn endurmótaður og endurskipulagður frá grunni sem heimavistarskóli. Nú hefur hins vegar risið myndarlegt háskólaþorp á Bifröst.

Bifröst er einstakur skóli með sögu sem spannar næstum 100 ár. Skólinn er svokallaður kampusháskóli og hefur þróað og innleitt sérstaka kennslufræði. Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur háskóli, sem býður nemendum sínum upp á fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði sem og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hlutverk skólans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.

Starfsmenn

Vilhjálmur Egilsson

Rektor
c