Landsnet hf
UM LANDSNET
Höfuðstöðvar Landsnets við Gylfaflöt í Reykjavík.
Landsnet hf. var stofnað árið 2005 á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.
Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi og er háð opinberu eftirlitiOrkustofnunar sem ákvarðar tekjumörk sem gjaldskrá fyrirtækisins byggir á.
Stjórn Landsnets skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku. Fyrirtækið má einungis stunda starfsemi sem er nauðsynleg til að það geti rækt þær skyldur sem því eru lagðar á herðar lögum samkvæmt.
Landsneti er heimilt að reka raforkumarkað og er stefnt að því að hefja starfrækslu slíks markaðar.
Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Starfsmenn
Guðmundur I Ásmundsson
Forstjóri