Verkfærasalan ehf
Verkfærasalan ehf er innflutningsfyrirtæki, sem flytur inn vélar, rafmagnshandverkfæri, handverkfæri, loftpressur, rafstöðvar, pakkningarefni, tjakka, keðjutalíur og byggingarvörur frá ýmsum fyrirtækjum, sem eru leiðandi á sínu sviði eins og Milwaukee powertools, SDMO Power, Bibielle slípivörur o.fl.
Fyrirtækið vill vera leiðandi í að bjóða fjölbreytt vöruval frá traustum og viðurkendum framleiðendum og hefur á sínu starfsferli eignast stóran hóp traustra viðskiptavina. Þessir viðskiptavinir eru m.a. málmiðnaðarfyrirtæki, jarðvinnslu- og byggingaverktakar, stóriðjufyrirtæki, fiskvinnsla og útgerð og ýmis framleiðslufyrirtæki.
Verkfærasalan var stofnuð árið 1997 með það markmið að flytja inn vélar og verkfæri fyrir byggingar- og málmiðnað.
Starfsmenn
Þorlákur Marteinsson
FramkvæmdastjóriUnnur Bjarnþórsdóttir
GjaldkeriBenedikt Páll Magnússon
VerslunarstjóriMatthías Daði Guðbjartsson
Lagerstjóri