Salt Eldhús
Salt Eldhús hefur sannað sig sem skemmtilegur valkostur á íslenskum sælkeramarkaði. Við erum með kennslueldhús sem bíður uppá ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni og taka fullan þátt í matseldinni, frá upphafi til enda.
Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi á námskeiðunum hjá okkur. Þeir sem eru að feta sín fyrstu skref á braut matgæðingsins ættu ekki hika við að skrá sig, það sakar hins vegar ekki að búa yfir reynslu á þessu sviði.
Við hjá Salti Eldhúsi takmörkum fjölda þátttakenda á hverju námskeiði við 12 - 16 manns. Þannig fær hver og einn góða kennslu og allir þátttakendur vinna hverja uppskrift frá grunni. Við leggjum áherslu á ferskt og gott hráefni, góða kennslu helstu sérfræðinga á sínu sviði og frammúrskarandi aðstöðu.
Í lok hvers námskeiðs sláum við upp veislu í borðstofunni þar sem við komum til með að njóta afraksturins með glasi af góðu víni.
At Salt Eldhús (Icelandic for kitchen), we would like to invite you to join us for some delicious fun and a chance to cook with fresh local ingredients under the supervision of skilled instructors. Icelandic fish and lamb will take center stage as you learn to cook new nordic style. A novice in the kitchen ? Well, our Cook & Dine workshops do not require any prior culinary experience, although we pride ourselves to cater for all needs, gourmet cooks and novices alike.
Starfsmenn
Sigríður Björk Bragadóttir
Eigandi