Dýralæknaþjónusta Suðurlands ehf
Dýralæknar
Dýralæknaþjónusta Suðurlands er einkarekið fyrirtæki með um sex til sjö dýralækna og þrjá til fjóra aðra starfsmenn.
Við önnumst alla almenna dýralæknaþjónustu fyrir bændur og aðra dýraeigendur á Suðurlandi.
Á Stuðlum er rekinn spítali fyrir bæði smádýr og hross og einnig verslun með fóður og vörur fyrir gæludýr og bætiefni fyrir hross.
VITJANIR:
Þjónustusvæði okkar er frá Hellisheiði í vestri og austur í Vestur-Skaftafellssýslu. Aðsetur dýralækna okkar eru á Stuðlum í Ölfusi (Selfoss) og á Hvolsvelli. Frá Stuðlum sinnum við aðallega Árnessýslunni, en Lars Hansen starfar í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
HESTASPÍTALI:
Heilbrigðisskoðun, röntgenmyndatökur (stafræn framköllun), blóðrannsóknir á staðnum, speglun, tannlækningar, innlögn, vitjanir, sónarskoðun, sæðingar. Einstaklega góð aðstaða er fyrir stærri aðgerir. Ýmis bætiefni fyrir hross til sölu, eigin innflutningur.
SMÁDÝRASPÍTALI:
Bólusetningar, ormahreinsanir, eyrnaskolun, sónar, röntgenmyndatökur, tannhreinsun, tannlækningar, speglun, blóðrannsóknir, fæðingarhjálp, sjúkrainnlögn. Mjög góð aðstaða fyrir allar helstu aðgerðir.
GÆLUDÝRAVERSLUN:
Full búð af vörum fyrir hunda og ketti. Hágæða fóður fyrir hunda og ketti frá Hills, Royal Canin og Belcando, einnig allar tegundir sjúkrafóðurs sem dýralæknir ávísar. Ýmsar gæludýravörur frá öllum helstu innflytjendum á Íslandi. Margskonar fæðubótaefni eru á boðstólum fyrir smádýr.
Opnunartími verslunarinnar er frá kl. 8:00 til 17:00 alla virka daga.
Aðrar skráningar
Starfsmenn
Páll Stefánsson
Framkvæmdastjóri