Akureyrarbær

Akureyrarbær leggur áherslu á að búa fólki sem bestar aðstæður til búsetu og veita faglega þjónustu á öllum sviðum. Bærinn er miðstöð verslunar og þjónustu á Norðurlandi, enda langstærsta bæjarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er skólabær sem býður fyrsta flokks skóla á öllum stigum menntunar, allt frá leikskóla að háskóla. Menningarlífið blómstrar í bænum og ber hróður hans víða. Aðstaða til íþróttaiðkunar og tómstundastarfs er einnig meðal þess besta sem gerist á landinu. Sveitarfélagið tryggir íbúum öfluga heilbrigðis- og félagsþjónustu og leggur metnað sinn í að búa þeim sem komnir eru á efri ár sem bestar aðstæður til að njóta lífsins á eigin forsendum.
