Bón og þvottastöðin ehf
Gamla Bón og Þvottastöðin úr Sóltúni er komin á nýjan stað Grjótháls 10, við hliðina á Skeljungi Vesturlandsvegi.
Bón- og þvottastöðin hefur opnað nýja og glæsilega bílaþvottastöð við Grjótháls 10 (fyrir neðan Ölgerðina við Vesturlandsveg).
Í boði er tjöruhreinsun, háþrýstiþvottur, handþvottur, bón og þurrkun á 7 mín.
Bón- og þvottastöðin var fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin á Íslandi og var stofnuð árið 1968 í Sóltúni og var þar í nær 40 ár, eða til loka ársins 2007. En nú hefur Bón- og þvottastöðin loks opnað á nýjum stað á Grjóthálsi 10 með sama sniði og áður Bílaþvotturinn er allur gerður með svömpum í höndunum, bón sett á bílinn ásamt lokaþurrkun úr fölsum bílanna.
Starfsmenn
Ari Rafn Vilbergsson
Framkvæmdastjóribon@bon.is