Reykjabúið ehf
Það er gaman að elda kalkún, því möguleikar í fyllingum og meðlæti eru óendanlega margir. Á síðunni okkar eru ótal uppskriftir og ítarlegar leiðbeiningar um matreiðslu.
Kjötið er fitusnautt, létt í maga og án nokkurra aukaefna.
Heimaverslun
ATH BREYTTUR OPNUNARTÍMI Í JÚNÍ
Á REYKJUM HÖFUM VIÐ OPIÐ SÍÐDEGIS
ALLA MIÐVIKUDAGA OG FIMMTUDAGA, KL. 16:00 TIL 18:00.
Lokað í júlí.
Þar fæst hvort tveggja ferskt og frosið kjöt; heilir kalkúnar, bringur, hakk, strimlar, álegg o.fl. Við látum vinna allt kjöt fyrir okkur hjá viðurkenndum íslenskum kjötvinnsluaðilum.
Allar vörur í heimaversluninni eru sérmerktar Kalkúnninn okkar. Þannig er lögð áhersla á að allar okkar vörur eru úr íslensku hráefni, kalkún sem ræktaður er af Reykjabúinu. Allar pakkningar eru merktar með rekjanleikanúmeri búsins, þar sem sjá má úr hvaða eldishópi fuglinn kemur og í hvaða húsi hann hefur verið alinn.
Starfsmenn
Jón Magnús Jónsson
Framkvæmdastjóri