Mynd af Kaffi kú

Kaffi kú

Kaffihús/bar




Kaffihús þar sem fólki gefst færi á að kynnast nútímabúskap ásamt því að komast í snertingu við kýr og kálfa.

Það sem við bjóðum uppá er allskonar sætabrauð sem kemur allt saman frá Sauðárkróksbakarí eins og lakkríslengja, frönsk vaffla, hunangsbiti og margt fleira.
Heitar vöfflur og pönnukökur eru bakaðar á staðnum og vaffla með ís er það vinsælasat á seðlinum okkar.



Gúllassúpan með kjötinu okkar er alltaf á boðstólnum og með henni fylgir brauð frá Sauðárkróksbakarí

Staðurinn er einnig sveitakrá og haldið verður áfram að bjóða uppá lifandi tónlist annað slagið á laugardagskvöldum en slíkir viðburðir eru auglýstir sérstaklega.



Staðurinn er einnig tilvalinn viðkomustaður fyrir alla hópa hvort sem er í lengri eða styttri stopp.
Gúllassúpan og súkkulaðikaka með ís hefur verið vinsælast fyrir hópa í mat en ef aðrir óskir eru þá er allt hægt.
Hægt er að fara í leiki inní fjósinu ásamt því að leysa allskonar þrautir eins og að handmjólka kú, gefa kálfum ásamt fleiri krefjandi verkefnum ;)



Kaffi kú er virkilega öðruvísi staður þar sem útsýnið er öðruvísi og eins og dæmin sýna mjög heillandi þar sem fólk situr oft tímunum saman og fylgist með kúnum.

Verið velkominn.



Starfsmenn

Einar Örn Aðalsteinsson

Eigandi
8673826
einar@kaffiku.is

Sesselja Reynisdóttir

Eigandi
sesselja@kaffiku.is

Kort

c