Consello ehf
Consello ehf er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í vátryggingaráðgjöf til fyrirtækja, þ.e. kaup á vátryggingum, mati á vátryggingaþörf ásamt útboðstýringu. Starfsemi Consello ehf byggist upp á fjórum meginsviðum, sem öll eru sjálfstæð en geta mjög vel unnið saman.
•Í fyrsta lagi aðstoðum við viðskiptavini við undirbúning að útboði á vátryggingum, þar sem farið er í forskoðun á fyrirtækinu en með því er verið að meta umfang verkefna og hagkvæmni útboðs ásamt skoðun á núverandi vátryggingasamningum. Ef allar forsendur eru fyrir útboði er því stjórnað af starfsmönnum Consello ehf þar sem þeir sjá einnig um innleiðingu og gerð handbókar, starfsfólki til stuðnings.
•Í öðru lagi er það viðskiptaumsjón, en í henni fellst að Consello ehf hefur umsjón með vátryggingum viðskiptavinar og sér um öll samskipti við vátryggjanda(tryggingafélagið). Reikningar, samningar, skjöl og samskipti við tryggingafélagið er þar með í höndum Consello ehf, en í samvinnu við viðskiptavininn.
•Í þriðja lagi kemur Consello ehf að einstökum tjónauppgjörum fyrir viðskiptavini, þar sem settur er upp verkferill og markmið og leiðir settar. Consello ehf leitar til reyndra lögmanna, sé þess þörf.
•Í fjórða lagi aðstoðar Consello ehf viðskiptavini við uppsetningu á sérstæðum tryggingum, svokölluðum ,,Captive” tryggingum en þetta eru tryggingar sem settar eru upp erlendis og geta átt við tryggingar sem ekki eru lögboðnar en eru dýrar og tjónalitlar, þó þannig að fyrirtæki vilja vera með áhættuna tryggða.
Consello ehf hefur á undanförnum mánuðum komið að tryggingamálum öflugra fyrirtækja með góðum árangri og má þar nefna að eitt þeirra verkefna var stýring á útboði skv. reglugerðum Evrópska Efnahagssvæðissins.
Markmið Consello ehf er að vera leiðandi ráðgjafafyrirtæki á sviði vátryggingaráðgjafar til fyrirtækja og veita viðskiptavinum okkar virðisskapandi þjónustu.
Starfsmenn
Guðmundur Hafsteinsson
Löggildur vátryggingamiðlariLárus H. Lárusson
Löggildur vátryggingamiðlariTheódór Halldórsson
Framkvæmdastjóri