Mynd af Sæheimar, aquarium

Sæheimar, aquarium



Fiska- og náttúrugripasafnið var stofnað árið 1964 og var fyrsta safn sinnar tegundar á Íslandi. Safnið hefur ekki orðið fyrir miklum áhrifum frá tískustraumum og hefur haldist nánast óbreytt í þau nær 50 ár sem það hefur starfað.

Á safninu eru sjóker með lifandi fiskum og ýmiskonar botndýrum sem einkenna Norður-Atlantshafið. Einnig er þar snertibúr þar sem gestir fá tækifæri til að handfjatla litla krabba, krossfiska og ígulker og þeir allra sneggstu geta náð sprettfiskum. Gegnumstreymi af tærum sjó er í kerum safnsins en hann er fenginn úr borholu skammt frá safninu.

Á safninu má sjá fjölda náttúrugripa. Þar eru flestir íslenskir varpfuglar uppsettir ásamt eggjum þeirra flestra. Einnig er þar fjöldi flækingsfugla auk sjaldséðra fiska og krabba.

Einnig eru á safninu skordýrasafn, skeljasafn og eitt merkasta skrautsteinasafn landsins.

Safnabúð

Í anddyri Fiska-og Náttúrugripasafnsins er minjagripasala, sem er smá í sniðum en hefur ágætt úrval minjagripa sem tengjast margir hverjir náttúru Eyjanna en lundinn er þar mest áberandi.



The “Fish and Natural History Museum of Vestmannaeyjar” was opened in 1964 and is the oldest museum of its kind in the country. The museum was run by the town of Vestmannaeyjar until January 2010 when the Research Center of Vestmannaeyjar took over the management. It is now simply called “The Aquarium.”

A booklet about the Aquarium in PDF form can be found here.

There are plans for the near future to significantly enlarge the Aquarium and then collaborate with the institution and scientists at the Research Center to work on ocean biology research.

Aquarium office, ph: +354 481 1997

gsm: +354 863 8228

e-mail: saeheimar@setur.is

Information pertaining to the companies that compromise the Research Center can be found on the website: http://www.setur.is

To reach the main-desk telephone call: + 354 481 1111



Starfsmenn

Margrét Lilja Magnúsdóttir

Safnstjóri
margret@setur.is
c