Mynd af Veiðifélag Víðidalsár

Veiðifélag Víðidalsár



Víðidalsá og Fitjaá.

Víðidalsá rennur af Húnvetnsku heiðunum niður Víðidalinn, og fellur í hið mikla stöðuvatn, Hópið, og gegnum það til sjávar um Bjargós, vestan Þingeyrasands. Heildarlengd frá ósi í sjó er talin 67 km. en 11 km. styttri frá ósi í Hópið. Um það bil 7 km. ofar fellur Dalsá í Víðidalsána frá austri. Þar er hinn þekkti veiðistaður Dalsárós. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Hún er veigamesta þveráin með yfir 280 ferkm. vatnasvið. Heildar vatnasvið Víðidalsár ofan Hóps er 1340 ferkm. Laxgeng er áin upp í Kolugil, sem er um það bil 25 km. frá ósnum í Hópið. Eftir nokkra laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð.

Alls eru um 100 merktir veiðistaðir samtals í báðum ánum. Meðalveiði í báðum ánum, árin 1974 til 2008 er 1136 laxar, minnst árið 1994, þá 580 laxar, en mest árið 1988, þá 2023. Þá er einnig mjög góð bleikjuveiði í Víðidalsánni, eða frá 2500 upp í 4000 á ári. Víðidalsáin er þekkt fyrir væna laxa og er meðalþyngd þar óvenju há, eða við 4 kíló árið 2000. Árlega veiðast þar laxar yfir 10 kíló að þyngd. Leyfð er veiði á 8 stengur alls. Glæsilegt veiðihús Tjarnarbrekka er við bæinn Lækjamót, fyrir báðar árnar. Í neðsta hluta árinnar er silungasvæði og þar er leyfi fyrir 3 stangir og nýbyggt veiðihús.



Starfsmenn

Gunnar Þorgeirsson

Formaður
8942554
fitjar@simnet.is
c